.comment-link {margin-left:.6em;}

föstudagur, nóvember 17, 2006

Ég er tveggja ára

Ég er orðin tveggja ára, það eru myndir frá afmælinu mínu og hornferðinni síðari í albúmi á barnalandssíðunni minni. Það er orðið svo ofsalega mikið vesen að setja myndir inn á myndasíðuna mína, bæði með íslensku stafina og svo er þetta mjög tímafrekt svo mamma hefur skellt nokkrum myndum inn á albúmið á barnalandssíðunni, til að komast þangað fer maður í gestabókina og ýtir þar á albúm, til að komast svo aftur á síðuna mína ýtir maður á forsíða.

Annars er ég bara alltaf jafn dugleg, og dálítið hrekkjótt líka. Ég tilkynni fólki hiklaust að ég sé hrekjudollan hans pabba.
Ég er búin að fara nokkrum sinnum úr olnbogalið á vinstri (apríl, júlí, og tvisvar í okt) svo í dag (17. nóv) fór ég úr lið á hægri svo nú má bara ekkert leiða mig, mamma er að hugsa um að útbúa beisli eða einhverja græju til að það þurfi ekki að halda í hendurnar ef ég er í göngutúr.
Mér finnst mjög gaman að fara í göngutúr og líka að leika úti í garði, það finnst mér skemmtilegast af öllu. Mér finnst líka gaman að lesa bækur, púsla og elda mat í eldhúsinu sem pabbi smíðaði handa mér.
Ég er farin að syngja mörg lög og finnst gaman að syngja og spila.

kv, Sigrún Aðalheiður

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?